Múrarar, málarar, smiðir og fleiri iðngreinar

Við erum sérfræðingar í spörtlun, málun, steypu, múrvinnu og öllu almennu viðhaldi innanhúss sem utan. Bjóðum upp á sérsniðnar lausnir sem endast.

Okkar markmið eru að bjóða ávallt hæstu gæði, samkeppnishæf verð og tímaáætlanir sem standast.

Við erum réttu aðilarnir í múrverkið, málningarverkin og flest allt viðhald.

Ágúst Fjalar Jónasson er eigandi Mál og Múrverk ehf. Fjalar er verkfræðingur með byggingastjóraréttindi ásamt því að vera löggiltur málarameistari. Hann hefur tekið þátt í og stýrt fjölmörgum viðhalds- og endurbótaverkefnum. Fjalar hefur unnið með flestum fagstéttum og leggur metnað sinn í að skila ávallt vönduðu verki.

Verkáætlanir

Við klárum verkefni innan umsamins tímaramma. Tími þinn er dýrmætur og við setjum það í forgang að skila vönduðu verki á áætlun.

Hagkvæmni

Með mikla reynslu þá erum við mjög skilvirkir. Þetta gerir okkur kleift að bjóða samkeppnishæf verð án þess að skerða gæði.

Þjónustan okkar

Við bjóðum upp á víðtæka þjónustu í tengslum við múr og málningarvinnu.

Húsaviðgerðir

Sérhæfing í steypuviðgerðum fyrir heimili og fyrirtæki. Varanlegar lagfæringar sem þú getur treyst.

Málun og spörtlun

Við tökum að okkur hvers kyns málningarverkefni.

Gólf, Flotun & Tröppuviðgerðir

Sérhæfing í tröppuviðgerðum innan og utanhúss til að tryggja öryggi og endingu á heimili þínu.

Þakmálun

Þakmálun til að vernda og fríska upp á ytra byrði heimilisins og lengja líftíma þess.

Fáðu tilboð í þitt verkefni

Ferlið okkar er einfalt, sendu á okkur fyrirspurn og við gefum þér tilboð sem stenst. Gæði, hagkvæmni og tímaáætlun sem stenst.